Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti erindi á peningamálafundi Viðskiptaráðs 27. nóvember 2025. Yfirskrift erindisins er Leiðin í markmið.
Í erindinu ræddi Ásgeir um þróun verðbólgu og launa, framleiðslukostnað, framboð af húsnæði og húsnæðisverð, verðbólguvæntingar, vexti og fleiri þætti í hagþróun. Í lok erindisins sagði seðlabankastjóri að sú spurning sem væri brennandi á þessum tíma væri hvort verðbólgan héldi áfram þó að þenslan hyrfi og sagði að Seðlabankinn legði þunga áherslu á að koma í veg fyrir að þensla í raunhagkerfinu smitist yfir í skulda- og fjármálaþenslu.
Skýringarmyndir sem seðlabankastjóri studdist við í flutningi erindisins eru aðgengilegar hér:
Erindi á peningamálafundi Viðskiptaráðs 27. nóvember 2025.
Sjá hér fleiri myndir frá peningamálafundi Viðskiptaráðs. Pallborðsumræður fóru fram að loknu erindi seðlabankastjóra, en í pallborði sátu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka, Rannveig Eir Einarsdóttir, framkvæmdastjóri REIR Verk, Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá. Fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.