Fara beint í Meginmál

Fræðslufundur um lög um verðbréfun 8. desember 2025

Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund fyrir skemmstu um lög nr. 71/2025 um verðbréfun sem innleiða reglugerð (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun.

Á fræðslufundinum fóru starfsmenn háttsemiseftirlits Seðlabankans yfir helstu þætti og kröfur reglugerðarinnar, m.a. gildissvið, tegundir verðbréfunar, helstu aðila sem koma að verðbréfun, almennan og sértækan ramma fyrir verðbréfun og starfsleyfi og skráningar.

Fram kom að reglugerðin hafi aukið öryggi verðbréfunarmarkaðarins í Evrópu með hertum kröfum og miklu aðgengi upplýsinga. Framkvæmdastjórnin setti fram breytingatillögur á reglugerðinni í júní sl., fyrst og fremst varðandi breytingar á kaup- og söluhliðinni, sem einnig var farið yfir á fundinum.

Fundurinn var ágætlega sóttur og meðfylgjandi eru glærurnar sem kynntar voru á fundinum: