Fara beint í Meginmál

Fræðslufundur um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann (DORA) 11. desember 2025

Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund í vikunni um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2022/2554 um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann (DORA) samanber lög nr. 78/2025 stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar.

Á fræðslufundinum fóru starfsmenn varúðareftirlits Seðlabankans yfir helstu þætti og kröfur DORA reglugerðarinnar, m.a. gildissvið og áhrif stærðar aðila á kröfur sem þarf að uppfylla, fimm stoðir DORA, þ.e. áhættustýringu, atvikastjórnun, prófanir á viðnámsþrótti, UFT-áhættu vegna þriðju aðila og upplýsingaskipti og að lokum áherslur í eftirlitsframkvæmd.

Fundurinn var mjög vel sóttur enda gildissvið DORA víðtækt og nær þvert til aðila á fjármálamarkaði og þriðju aðila sem veita aðilum á fjármálamarkaði upplýsinga- og fjarskiptatækniþjónustu.

Meðfylgjandi er upptaka af fræðslufundinum og glærurnar sem kynntar voru á honum.

Upplýsingasíðu um stafrænan viðnámsþrótt­ á fjá­r­má­la­markaði (DORA) má nálgast hér: