Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu hélt í morgun fyrirlestur fyrir MBA-nemendur við Háskólann í Reykjavík.
Í fyrirlestrinum fjallaði Þórarinn um stöðu og horfur í íslensku hagkerfi, þróun verðbólgu og þá þætti sem hafa valdið þrálátum verðbólguþrýstingi á undanförnum misserum. Hann setti jafnframt íslenska peningastefnu í alþjóðlegt samhengi og lýsti miðlunarferli vaxta og áhrifum þess á heimili, fyrirtæki og þjóðarbúið í heild. Þá ræddi hann verklag og greiningarferli peningastefnunefndar við undirbúning og töku vaxtaákvarðana.
Í fyrirlestrinum studdist Þórarinn við efni í eftirfarandi skjali: