Seðlabankar Norðurlandanna fimm, Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, gefa í dag út í sameiningu skýrslu um greiðslumiðlun á Norðurlöndunum. Skýrslan veitir yfirsýn yfir innviði og greiðsluhegðun á Norðurlöndunum og veltir upp því sem er líkt og ólíkt á milli landa. Einnig er fjallað um framtíðarþróun greiðslumiðlunar á svæðinu.
Stafræn þróun á Norðurlöndunum er með því mesta sem þekkist í heiminum og endurspeglast einkum í því hvernig greiðslumiðlun er háttað en greiðslur fara að mestu fram á stafrænan hátt. Þrátt fyrir það eru innviðir fyrir greiðslur á Norðurlöndunum mismunandi. Þessi munur stafar líklega að mestu af ólíkum greiðsluvenjum og lausnum sem bankar bjóða upp á í hverju landi fyrir sig.
Skýrsluna má nálgast hér: