Heildarvelta innlendra greiðslukorta var 111,1 ma.kr. í apríl sl. og skiptist þannig að velta debetkorta var 45,2 ma.kr en velta kreditkorta var 65,9 ma.kr.
Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands í apríl sl. nam 85,7 ma.kr. sem er um 2,6 ma.kr. hærri velta miðað við apríl á síðasta ári. Skiptist veltan í apríl sl. þannig að velta debetkorta var 36,0 ma.kr en velta kreditkorta var 49,6 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 22,8 ma.kr. í apríl sl. sem er 0,1 ma.kr lægri velta en apríl á síðasta ári.
Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í apríl 2024 var 18,1 ma.kr. sem um 2,3 ma.kr. lægri velta miðað við apríl 2023.
Kreditkortavelta í mars er endurbirt vegna endurskoðunar á innlendri kreditkortaveltu. Velta innlendra kreditkorta var vanmetin um 2,7 ma.kr. í fyrri gögnum bankans. Ný gögn hafa borist og því er kreditkortavelta í mars endurbirt.
T_ölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum._
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði 2020 er innlend debetkortavelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í kortaveltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is