Fara beint í Meginmál

Greiðslumiðlun í nóvember 2025 17. desember 2025

Heildarvelta innlendra greiðslukorta var 140,7 ma.kr. í nóvember sl. og skiptist þannig að velta debetkorta var 60,3 ma.kr en velta kreditkorta var 80,4 ma.kr.

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands nóvember sl. nam 105,3 ma.kr. sem er 8,2 ma.kr. hærri velta en í nóvember á síðasta ári. Veltan í nóvember sl. skiptist þannig að velta debetkorta var 44,8 ma.kr en velta kreditkorta var 60,5 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 33,0 ma.kr. í nóvember sl. sem er 5,5 ma.kr hærri velta en í nóvember á síðasta ári.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í nóvember 2025 var 19,1 ma.kr. sem er 1,8 ma.kr. lægri velta en í nóvember 2024.

Tímaraðir:GRM_Timaradir_112025.xlsx

Tafla: GRM_112025.xlsx

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is