Eignir innlánsstofnana námu 5.560 ma.kr. í lok maí og hækkuðu um 5,6 ma.kr í mánuðinum. Innlendar eignir innlánsstofnana námu 5.045,4 ma.kr. og hækkuðu um 62,8 ma.kr. Erlendar eignir námu 514,6 ma.kr. og lækkuðu um 57,2 ma.kr. Innlendar skuldir voru 3.775,2 ma.kr. og hækkuðu um 21,2 ma.kr. í maí. Erlendar skuldir námu 993,4 ma.kr. og lækkuðu um 4,4 ma.kr. Eigið fé innlánsstofnana nam 791,4 ma.kr. í lok maí og lækkaði um 11,3 ma.kr. í mánuðinum.
Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 77,6 ma.kr. í lok maí, þar af voru verðtryggð lán 49,1 ma.kr., óverðtryggð lán 3,5 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 18,9 ma.kr. og eignarleiga 6,1 ma.kr.
Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 5,4 ma.kr. í maí, þar af námu lán með veði í íbúð 3,3 ma.kr. sem var 9,8 ma.kr. lækkun frá apríl.
Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi bankakerfis í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is