Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok nóvember sl.
Karen hóf störf hjá Seðlabanka Íslands árið 2006 sem hagfræðingur á sviði hagfræði og peningastefnu, en árið 2018 tók hún við stöðu forstöðumanns greininga- og útgáfudeildar sviðsins og stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu. Í ársbyrjun 2025 var Karen sett tímabundið í stöðu aðalhagfræðings Seðlabankans og hefur gegnt þeirri stöðu þar til nú.
Karen er með M.Sc. próf í hagfræði frá Aarhus University og B.Sc. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.