Fara beint í Meginmál

Karen Áslaug Vignisdóttir ráðin framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands 19. janúar 2026

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok nóvember sl.

Karen hóf störf hjá Seðlabanka Íslands árið 2006 sem hagfræðingur á sviði hagfræði og peningastefnu, en árið 2018 tók hún við stöðu forstöðumanns greininga- og útgáfudeildar sviðsins og stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu. Í ársbyrjun 2025 var Karen sett tímabundið í stöðu aðalhagfræðings Seðlabankans og hefur gegnt þeirri stöðu þar til nú.

Karen er með M.Sc. próf  í hagfræði frá Aarhus University og B.Sc. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.