Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu kynnti efni nýútkominna Peningamála í fimm fjármálafyrirtækjum á undanförnum dögum.
Peningamál komu út 19. þessa mánaðar, sama dag og yfirlýsing peningastefnunefndar var birt og ákvörðun nefndarinnar um vexti bankans var kynnt.
Kynningin fór fram í eftirtöldum fyrirtækjum: Íslandsbanka, Kviku, Arion banka, Landsbanka og Artica Finance. Í kynningunum studdist Karen við myndefni í meðfylgjandi skjali: