Fara beint í Meginmál

Lífeyrissjóðir í apríl 2024

Eignir lífeyrissjóða námu 7.566,1 ma.kr. í lok apríl og lækkuðu um 3,2 ma.kr. á milli mánaða. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 6.732,2 ma.kr. og séreignadeilda 833,9 ma.kr.

Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 4.613,9 ma.kr. og hækkuðu um 29,3 ma.kr. á milli mánaða. Innlend markaðsskuldabréf námu 2.513,3 ma.kr. og hækkuðu um 7,1 ma.kr. og innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 1.033,6 ma.kr. og hækkuðu um 13,5 ma.kr. Innlend útlán námu 659,1 ma.kr. og hækkuðu um 3,2 ma.kr.

Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi lífeyrissjóða í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is