Heildareignir annarra fjármálafyrirtækja í lok janúar námu 246,4 ma.kr. og lækkuðu um 8,6 ma.kr. milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 222 ma.kr. og erlendar eignir 24,4 ma.kr. Innlendar eignir lækkuðu um 1,5 ma.kr. á milli mánaða en erlendar eignir lækkuðu um 7 ma.kr.
Skuldir annarra fjármálafyrirtækja námu 214 ma.kr. og lækkuðu um 7,9 ma.kr. í janúar. Þar af námu innlendar skuldir 202 ma.kr. og erlendar skuldir 12 ma.kr. Eigið fé nam 32,4 ma.kr. í lok janúar og lækkaði um 702 m.kr frá fyrra mánuði.
Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi annarra fjármálafyrirtækja í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is