Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,50%.
Vefútsending
Gögn fyrir myndir í PM 2025/2
Í hnotskurn
Hagvöxtur hér á landi mældist 0,5% í fyrra sem er meira en búist var við í febrúarspá bankans. Einkum má rekja frávikið til endurskoðunar Hagstofu Íslands á hagvexti á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Innlend eftirspurn jókst er leið á árið, m.a. vegna aukinnar fjárfestingar, en á móti vó neikvætt framlag utanríkisviðskipta. Talið er að landsframleiðsla hafi aukist lítillega milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs og að á árinu í heild verði 1% hagvöxtur sem er 0,6 prósentum minni vöxtur en spáð var í febrúar. Lakari horfur skýrast einkum af grunnáhrifum meiri umsvifa í fyrra og neikvæðum áhrifum viðskiptastríðsins en meiri vöxtur einkaneyslu vegur á móti. Eins og í febrúar er spáð að hagvöxtur aukist á næstu tveimur árum en hann verður þó lítillega minni
en þá var gert ráð fyrir.
Rammagreinar
| Rammagrein | Bls. |
|---|---|
| Fráviksdæmi og óvissuþættir | 50 |
| Alþjóðlegt viðskiptastríð og áhrif þess á heimsbúskapinn | 58 |
| Hvað skýrir minnkandi áreiðanleika bráðabirgðatalna þjóðhagsreikninga síðustu ár? | 67 |
| Spár Seðlabankans um efnahagsþróun PM 2025/2 | 72 |