Vísitala raungengis íslensku krónunnar var 92,5 stig í maí sl. og hækkaði um 0,5% miðað við mánuðinn þar á undan. Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var 3,6% hærri í maí sl. samanborið við maí árið 2023.
Á fyrsta ársfjórðungi 2024 var vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags 92,2 stig (2005=100) sem er 0,9% hækkun miðað við fjórða ársfjórðung 2023.
Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar var 98,0 stig (2005=100) á fyrsta ársfjórðungi 2024, hækkaði um 3,8% miðað við fjórða ársfjórðung 2023.
Sjá nánari sundurliðun á raungengi í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is