Fara beint í Meginmál

Seðlabanki Íslands hættir reglubundnum gjaldeyriskaupum 5. desember 2025

Frá og með mánudeginum 8. desember n.k. verður reglubundnum gjaldeyriskaupum Seðlabanka Íslands hætt.

Seðlabankinn hóf reglubundin gjaldeyriskaup á millibankamarkaði með gjaldeyri hinn 15. apríl sl. fyrir samtals 6 milljónir evra á viku. Kaupin voru aukin í 12 milljónir evra í hverri viku með tilkynningu 12. júní, en minnkuð aftur í 6 milljónir evra með tilkynningu 14. nóvember. Meginmarkmið gjaldeyriskaupanna var að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans sem fjármagnaður er innanlands og mæta gjaldeyrisþörf ríkissjóðs.

Samtals keypti Seðlabankinn 336 milljónir evra (jafnvirði 48,3 ma.kr.) með reglubundnum hætti frá 15. apríl. Á sama tíma hafa önnur gjaldeyriskaup samkvæmt inngripastefnu bankans numið 93 milljónum evra (13,3 ma.kr.). Á tímabilinu hefur bankinn því keypt gjaldeyri fyrir samtals 429 milljónir evra (61,6 ma.kr.).  Að mati Seðlabankans skulu neðri mörk gjaldeyrisforðans vera 120% af forðaviðmiði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefur forðinn, sem nemur nú 986 ma.kr., náð viðmiði bankans um æskilega stærð.

Seðlabankinn mun eftir sem áður framfylgja gjaldeyrisinngripastefnu sinni til þess að draga úr skammtímasveiflum í gengi krónunnar eins og hann telur tilefni til.

Frétt nr. 21/2025  
5. desember 2025