Fara beint í Meginmál

Sjálf­bærnitengd­ar fullyrðing­ar – nýj­ar leiðbein­ing­ar ESMA 19. janúar 2026

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli á að hinn 14. janúar 2026 birti Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið (ESMA) framhalds leiðbeiningar (e. second thematic notes) um sjálfbærnitengdar fullyrðingar, með áherslu á áætlun um sjálfbærniþætti (e. ESG stategies) með hliðsjón af samþættingu sjálfbærniþátta og útilokun við fjárfestingarákvarðanir. Leiðbeiningarnar ESMA eru aðgengilegar hér: ESMA promotes clarity in communications on ESG strategies

Á sama hátt og í fyrri leiðbeiningum ESMA eru birtar hagnýtar leiðbeiningar um hvað skuli og skuli ekki gera við framsetningu sjálfbærnitengdra fullyrðinga, með dæmum um góða og slæma framkvæmd sem byggja á markaðsvenjum.

Seðlabankinn hvetur eftirlitsskylda aðila og aðra áhugasama aðila að kynna sér efnið sem hér um ræðir.