Fara beint í Meginmál

Staða markaðsverðbréfa í janúar 2024

Staða markaðsskuldabréfa nam 3.431,7 ma.kr. í lok janúar 2024 og hækkaði um 42 ma. kr. í mánuðinum. Staða ríkisbréfa hækkaði um 24,4 ma.kr. og ríkisvíxlar hækkuðu um 5,8 ma.kr. Bankabréf og -víxlar hækkuðu samtals um 13,2 ma.kr. Hlutdeildarskírteini sjóða námu 1.061,7 ma.kr. og markaðsvirði skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallar Íslands nam 2.897,6 ma.kr í lok janúar 2024.

Vinsamlegast athugið að bankabréf hafa verið leiðrétt með tilliti til víkjandi skuldabréfa. Leiðréttingin nær aftur til nóvember 2017.

Sjá nánari sundurliðun á stöðu markaðsverðbréfa í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is