Staða markaðsskuldabréfa nam 3.686,5 ma.kr. í lok maí 2025 og hækkaði um 72,0 ma. kr. í mánuðinum. Staða ríkisbréfa hækkaði um 17,0 ma.kr. og ríkisvíxlar lækkuðu um 21,3 ma.kr. Hlutdeildarskírteini sjóða námu 1.163,4 ma.kr. og markaðsvirði skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallar Íslands nam 3.212,5 ma.kr í lok maí 2025.
Sjá nánari sundurliðun á stöðu markaðsverðbréfa í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is