Seðlabanki Íslands hefur birt stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði fyrir árin 2026 til 2028. Stefnumarkandi áherslurnar eru fimm talsins og eru viðnámsþróttur eftirlitsskyldra aðila, net- og upplýsingatækniöryggi, aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, ábyrgir viðskiptahættir, og stjórnarhættir. Þá birti Seðlabankinn nú á dögunum endurskoðaða stefnu í fjármálaeftirliti.
Áherslunum er ætlað að vera leiðarljós við forgangsröðun verkefna fjármálaeftirlits Seðlabankans á næstu árum. Með birtingu stefnumarkandi áherslna er markmiðið m.a. að stuðla að gagnsæi í störfum fjármálaeftirlitsins og gera þannig eftirlitsskyldum aðilum kleift að taka mið af stefnu og markmiðum fjármálaeftirlitsins í starfsemi sinni.