Heildareignir vátryggingafélaga námu 344 ma.kr. í lok janúar. Af heildareignum námu eignir skaðatryggingafélaga tæplega 323,3 ma.kr. og eignir líftryggingafélaga 20,6 ma.kr.
Innlendar eignir vátryggingafélaga námu 278,4 ma.kr. og erlendar eignir námu 65,6 ma.kr.
Innlendar skuldir félaganna námu 160,4 ma.kr. en þar af námu vátrygginga- og lífeyrisskuldir 141,9 ma.kr. Erlendar skuldir vátryggingafélaga námu 622 m.kr.
Í lok janúar nam eigið fé tryggingafélaga 182,9 ma.kr. og hækkaði um 3 ma.kr. á milli mánaða.
Vegna innleiðingar á IFRS 17 reikningsskilastaðli í uppgjöri tryggingafélaga er brot í tímaröðum um iðgjaldakröfur og iðgjaldaskuld í janúar 2023.
Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi tryggingafélaga í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is