Í tilefni af umfjöllun RÚV í þættinum Kveik 2. desember 2025 vill Seðlabanki Íslands vekja athygli á upplýsingum fyrir almenning á vef bankans. Þar er að finna upplýsingar um mismunandi tegundir afurða sem í boði eru á fjármálamarkaði.
Í umfjöllun um lífeyristryggingarsamninga er m.a. að finna upplýsingar um hver helsti munurinn er á lífeyristryggingarsamningi og samningi sem er gerður við lífeyrissjóð eða lánastofnun um séreign, tilgreinda séreign og viðbótarlífeyrissparnað.
Á vef bankans er jafnframt að finna upplýsingasíðu um Novis: Seðlabanki Íslands | Upplýsingar vegna NOVIS
Til að sinna eftirlitshlutverki sínu tekur Seðlabankinn við ábendingum um starfshætti eftirlitsskyldra aðila. Hægt er að senda ábendingar hér.