Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands verður birt kl. 8:30 á morgun, miðvikudaginn 26. mars. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vef bankans klukkan 8:35 og vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Fjármálastöðugleika hefst kl. 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.
Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleikanefnd má finna á sérstakri síðu, sjá hér: Fjármálastöðugleikanefnd
Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika: Rit og skýrslur
Vefútsending er hér fyrir neðan. Seðlabankinn tekur ekki ábyrgð á því ef hnökrar verða á útsendingu.