Fara beint í Meginmál

Eitt af verkefnum Seðlabanka Íslands er að veita fyrirtækjum, og í sumum tilvikum einstaklingum, leyfi til að starfa á fjármálamarkaði.

Fjármálafyrirtæki getur fengið starfsleyfi sem:

  • Viðskiptabanki
  • Sparisjóður
  • Lánafyrirtæki/fjárfestingarbanki

Framangreind fyrirtæki nefnast einu nafni hér eftir lánastofnanir. Fjármálafyrirtæki getur einnig fengið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki.

Seðlabankinn veitir einnig eftirfarandi aðilum starfsleyfi:

  • Vátryggingafélögum
  • Verðbréfamiðstöðvum
  • Kauphöllum
  • Rafeyrisfyrirtækjum
  • Greiðslustofnunum
  • Rekstrarfélögum verðbréfasjóða
  • Rekstraraðilum sérhæfðra sjóða
  • Innheimtuaðilum
  • Vátryggingamiðlurum (bæði einstaklingum og lögaðilum)
  • Þjónustuveitendum sýndareigna

Sumir aðilar eru ekki starfsleyfisskyldir hjá Seðlabankanum en eru skráningarskyldir. Þessir aðilar eru:

  • Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum
  • Lánveitendur og lánamiðlarar
  • Gjaldeyrisskiptaþjónusta

Vakin er athygli á að gjöld eru innheimt fyrir starfsleyfisumsókn, mat á hæfi virkra eigenda og mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnar samkvæmt 7. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, og gjaldskrá Seðlabanka Íslands vegna verkefna sem tengjast fjármálaeftirliti.

Starfsleyfisumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda

Starfsleyfisumsóknir
Starfsleyfisumsóknir
Starfsemi Lög sem um starfsemina gilda

Viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki

Lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Verðbréfafyrirtæki

Lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Rekstrarfélög verðbréfasjóða

Lög nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Félög og einstaklingar sem dreifa vátryggingum

Lög nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga.

Vátryggingafélög

Lög nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Kauphallir

Lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Lífeyrissjóðir

Lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Innheimtuaðilar

Innheimtulög nr. 95/2008.

Greiðslustofnanir

Lög nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.

Rafeyrisfyrirtæki

Lög nr. 17/2013 um útgáfu og meðferð rafeyris.

Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

Lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Verðbréfamiðstöðvar

Lög nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu.

Þjónustuveitendur sýndareigna

Lög nr. 101/2025 um markaði fyrir sýndareignir

Skráningarumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda

Skráningarumsóknir
Skráningarumsóknir
Starfsemi Lög sem um starfsemina gilda

Gjaldeyrisskiptaþjónusta og þjónustuveitendur sýndareigna

Lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lánveitendur og lánamiðlarar

Lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum

Lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.