Viðmiðunarreglurnar ESMA um útvistun til skýjaþjónustuaðila
| Númer | ESMA65-294529287-4737 |
|---|---|
| Flokkur | EES viðmiðunarreglur, EES viðmiðunarreglur - ESMA |
| Dagsetning | 2. desember 2025 |
| Viðbótarupplýsingar |
Viðmiðunarreglurnar ESMA um útvistun til skýjaþjónustuaðila endurskoða viðmiðunarreglur sama efnis frá 2021 (ESMA50-164-4285). Af endurskoðuðum viðmiðunarreglum leiðir að þær gilda nú einungis um vörsluaðila sérhæfðra sjóða og vörsluaðila verðbréfasjóða sem falla ekki undir gildissvið laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar. Hér á landi falla allir vörsluaðilar sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóða undir gildissvið laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar og þar af leiðandi eru engir starfandi vörsluaðilar sem falla undir gildissvið endurskoðaðra viðmiðunarreglna. Lög nr. 78/2025 um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar taka gildi 1. janúar 2026 og frá þeim tíma munu viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, rekstrarfélög verðbréfasjóða, rekstraraðilar sérhæfðra sjóða, kauphallir og aðrir tilboðsmarkaðir ásamt verðbréfamiðstöðvum falla undir lögin í stað viðmiðunarreglna ESMA frá 2021. |
| Efnisorð | |
| Vefslóð |