Leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Númer | 3/2011 |
---|---|
Flokkur | Leiðbeinandi tilmæli |
Dagsetning | 30. september 2011 |
Starfsemi | Lánafyrirtæki, Rekstrarfélög verðbréfasjóða, Sparisjóðir, Vátryggingafélög, Verðbréfafyrirtæki, Viðskiptabankar, Lífeyrissjóðir, Greiðslustofnanir, Rafeyrisfyrirtæki, Vátryggingamiðlanir, Vátryggingamiðlarar, Verðbréfamiðlanir |
Viðbótarupplýsingar |
Fjármálaeftirlitið gefur út endurskoðuð leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem leysa af hólmi eldri tilmæli nr. 2/2008 um sama efni frá september 2008. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar fyrir tilkynningarskylda aðila samkvæmt a–e-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, við að framfylgja ákvæðum laganna. Tilgangur tilmælanna er því fyrst og fremst að skýra ýmis ákvæði laganna án þess að um tæmandi skýringar sé að ræða. Tilmælin geta þó orðið grundvöllur krafna Fjármálaeftirlitsins um úrbætur með vísan til laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sérlaga um starfsleyfisskylda starfsemi og alþjóðlegra reglna og skuldbindinga íslenska ríkisins á þessu sviði. Tilmæli þessi eru fallin úr gildi og voru þau leyst af hólmi með leiðbeinandi tilmælum nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. |
Skjöl |
Tengt efni
Reglugerðir
- Reglugerð um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti - 626/2006 [Ekki í gildi]
- Reglugerð um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - 811/2008 [Ekki í gildi]