Flestir þurfa að taka lán einhvern tíma á lífsleiðinni annað hvort til að koma þaki yfir höfuðið eða til að mæta óvæntum útgjöldum. Mikilvægt er að kynna sér tegundir lána, lánakjör og skilmála.
Fasteignalán
- Fasteignalán er lán þar sem lántaki veðsetur fasteign til að tryggja endurgreiðslu lánsins. Við veitingu fasteignaláns öðlast lánveitandinn veðrétt í fasteign og getur leyst hana til sín ef lán fer í vanskil þ.e. lántaki greiðir ekki af láninu.
- Fasteignalán er veitt í mismunandi lánsformum, helstu formin eru m.a. verðtryggð lán, óverðtryggð lán og þá annað hvort jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum.
- Nánari upplýsingar um fasteignalán má finna á vef Neytendastofu.
- Fara vel yfir greiðslumat og fullvissa sig um að það sé raunhæft.
- Kanna vel hvaða lánsform hentar hverju sinni.
- Mikilvægt er að leita ráðgjafar áður en lán er tekið.
- Lesa vel yfir skilmála lánsins áður en skrifað er undir það.
- Lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016.
- Upplýsingar um takmarkanir á fasteignalánum og þær reglur sem Seðlabankinn setur vegna þeirra má finna hér.
- Neytendastofa hefur eftirlit með lögum um fasteignalán til neytenda.
- Seðlabanki Íslands veitir lánastofnunum starfsleyfi og hefur eftirlit með að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem um hana gilda.
- Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
- Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir eftirlitsskyldra aðila eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hægt er að senda ábendingu eða fyrirspurn hér.
- Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
Neytendalán
- Neytendalán eru í flestum tilvikum ótryggð lán þar sem engin eign er veðsett gegn skuldinni.
- Neytendalán getur t.d. verið yfirdráttarheimild, raðgreiðslusamningur, smálán, skuldabréf og bílasamningur.
- Nánari upplýsingar um neytendalán.
- Fara vel yfir skilmála lánsins áður en skrifað er undir það.
- Gott er að leita ráðgjafar áður en lán er tekið.
- Kanna vel hver árleg hlutfallstala kostnaðar er áður en skrifað er undir lánið.
- Lög nr. 33/2013 um neytendalán
- Neytendastofa hefur eftirlit með lögum um neytendalán.
- Seðlabanki Íslands veitir lánastofnunum starfsleyfi og hefur eftirlit með að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur sem um hana gilda.
- Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki og greiðslustofnanir starfi í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
- Seðlabanki Íslands tekur við ábendingum neytenda ef starfshættir eftirlitsskyldra aðila eru ekki í samræmi við lög og reglur. Hægt er að senda ábendingu eða fyrirspurn hér.
- Seðlabanki Íslands bendir á upplýsingar á vefnum um úrræði neytenda, en hann leiðbeinir neytendum að öðru leyti um úrræði sem þeir hafa til að ná fram rétti sínum. Hér má nálgast verklagsreglur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirspurna og ábendinga.
Smálán
- Smálán eru skammtímalán sem veitt eru af sérstökum smálánafyrirtækjum.
- Bera mjög háa vexti og eru þar af leiðandi mjög dýr valkostur.
- Ekki er krafist greiðslumats eða veðs þegar smálán eru veitt.
- Kostnaður og vextir eru háir.
- Margir lenda í vítahring þar sem þeir geta ekki greitt lánið á gjalddaga og taka því nýtt smálán til að greiða lánið ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði.
- Kanna hvaða lánamöguleikar eru í boði annars staðar með lægri vöxtum og kostnaði.
- Seðlabanki Íslands hefur ekki eftirlit með smálánum eða smálánafyrirtækjum.
- Neytendastofa hefur eftirlit með neytendalánum.