Meginmál

Flestir þurfa að taka lán einhvern tíma á lífsleiðinni annað hvort til að koma þaki yfir höfuðið eða til að mæta óvæntum útgjöldum. Mikilvægt er að kynna sér tegundir lána, lánakjör og skilmála.

Fasteignalán

  • Fasteignalán er lán þar sem lántaki veðsetur fasteign til að tryggja endurgreiðslu lánsins. Við veitingu fasteignaláns öðlast lánveitandinn veðrétt í fasteign og getur leyst hana til sín ef lán fer í vanskil þ.e. lántaki greiðir ekki af láninu.
  • Fasteignalán er veitt í mismunandi lánsformum, helstu formin eru m.a. verðtryggð lán, óverðtryggð lán og þá annað hvort jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum.
  • Nánari upplýsingar um fasteignalán má finna á vef Neytendastofu.
  • Fara vel yfir greiðslumat og fullvissa sig um að það sé raunhæft.
  • Kanna vel hvaða lánsform hentar hverju sinni.
  • Mikilvægt er að  leita ráðgjafar áður en lán er tekið.
  • Lesa vel yfir skilmála lánsins áður en skrifað er undir það.

Neytendalán

  • Neytendalán eru í flestum tilvikum ótryggð lán þar sem engin eign er veðsett gegn skuldinni.
  • Neytendalán getur t.d. verið yfirdráttarheimild, raðgreiðslusamningur, smálán, skuldabréf og bílasamningur.
  • Nánari upplýsingar um neytendalán.
  • Fara vel yfir skilmála lánsins áður en skrifað er undir það.
  • Gott er að  leita ráðgjafar áður en lán er tekið.
  • Kanna vel hver árleg hlutfallstala kostnaðar er áður en skrifað er undir lánið.

Smálán

  • Smálán eru skammtímalán sem veitt eru af sérstökum smálánafyrirtækjum.
  • Bera mjög háa vexti og eru þar af leiðandi mjög dýr valkostur.
  • Ekki er krafist greiðslumats eða veðs þegar smálán eru veitt.
  • Kostnaður og vextir eru háir.
  • Margir lenda í vítahring þar sem þeir geta ekki greitt lánið á gjalddaga og taka því nýtt smálán til að greiða lánið ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði.
  • Kanna hvaða lánamöguleikar eru í boði annars staðar með lægri vöxtum og kostnaði.
  • Seðlabanki Íslands hefur ekki eftirlit með smálánum eða smálánafyrirtækjum.
  • Neytendastofa hefur eftirlit með neytendalánum.