Meginmál

Það er gott að huga að lífeyrissréttindum sínum strax við upphaf starfsævinnar. Lífeyrissjóðir greiða ellilífeyri til æviloka, greiðslurnar eru annars vegar greiddar úr samtryggingarsjóði og hins vegar séreignarsjóði. Fjárhæð lífeyrisgreiðslna ræðst af þeim iðgjöldum sem greidd eru á starfsævinni ásamt ávöxtun sjóðsins. Ítarlegar upplýsingar um lífeyrismál er að finna á www.lifeyrismal.is.

Lífeyrissjóðir

  • Lífeyrissjóðir hafa það hlutverk að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða lífeyri.
  • Lífeyrissjóður greiðir þér ellilífeyri til æviloka, tekjumissi vegna slyss eða veikinda (örorkulífeyrir) og greiðir maka og börnum lífeyri ef þú fellur frá (maka- og barnalífeyrir).
  • Á Íslandi er öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi á aldrinum 16 – 70 ára skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði.
  • Val á lífeyrissjóði er í mörgum tilfellum bundið í kjarasamningi eða sérlögum. Ef kjarasamningur tiltekur ekki lífeyrissjóð getur þú valið þér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa.
  • Kynntu þér réttindi sem byggjast upp í lífeyrissjóðnum þínum.
  • Skoðaðu www.lifeyrismal.is þar er að finna gagnlegar upplýsingar um lífeyrismál.

Samtrygging

  • Á Íslandi er í gildi það sem kallað er skyldubundið samtryggingakerfi. Allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs ber skylda að greiða 15,5% iðgjald af heildarlaunum sínum í lífeyrissjóð.
  • Iðgjaldið skiptist á milli launamanns og atvinnurekanda, launamaður greiðir 4% og launagreiðandi að lágmarki 11,5%.
  • Með greiðslu iðgjalda í samtryggingarkerfi sameinast sjóðfélagar um að tryggja hver öðrum lífeyri til æviloka.
  • Samtryggingin ver sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. 
  • Lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum erfast ekki.
  • Lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum veita tryggingu til lífeyrisgreiðslna til æviloka auk þess sem þau veita réttindi til greiðslna örorku-, maka- og barnalífeyris.
  • Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.
  • Makalífeyrir er greiddur til eftirlifandi maka látins sjóðfélaga.

Viðbótarlífeyrissparnaður

  • Launþegar og þeir sem eru sjálfstætt starfandi geta valið að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum viðbótarlífeyrissparnað.
  • Launagreiðendur greiða 2% af launum starfsmanns í mótframlag til viðbótar við það sem launamaður greiðir sjálfur.
  • Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu.
  • Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til úttektar við 60 ára aldur og getur því auðveldað fólki að fara fyrr á eftirlaun.
  • Ef einstaklingur verður gjaldþrota er ekki hægt að ganga að viðbótarlífeyrissparnaði.
  • Gera þarf samning við vörsluaðila og velja ávöxtunarleið.
  • Við úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar er greiddur tekjuskattur og því er hægt að nota persónuafslátt til að lækka skattinn.
  • Viðbótarlífeyrissparnaður er hagstæður sparnaður þar sem mótframlag launagreiðanda eykur sparnaðinn.
  • Ef byrjað er snemma að greiða viðbótarlífeyrissparnað safnast vaxtavextir upp og geta orðið meirihluti sparnaðarins.
  • Heimilt er að taka viðbótarlífeyrissparnað út ef skyndilega veikindi eða slys valda því að starfsorka skerðist.
  • Hægt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða skattfrjálst inná húsnæðislán allt að 500.000 kr. á ári fyrir einstakling og 750.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk vegna húsnæðis til eigin nota. Þessi heimild er í gildi til 31. desember 2025.
  • Við kaup á fyrstu íbúð er heimilt að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inná lán í samfleytt 10 ár að hámarki 5.000.000 kr.
  • Við kaup á fyrstu íbúð er heimilt að nota viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun allt að 500.000 kr. á einstakling miðað við 12 mánaða tímabil.
  • Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar hefur ekki áhrif á önnur úrræði, t.d. húsnæðisbætur, barnabætur, vaxtabætur og atvinnuleysisbætur.

Tilgreind séreign

  • Launþegar og þeir sem eru sjálfstætt starfandi geta ráðstafað allt að 3,5% af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign.
  • Ef ekkert er valið rennur iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingardeild.
  • Gera þarf samning við vörsluaðila og velja ávöxtunarleið.
  • Tilgreinda séreign má taka út 5 árum fyrir lífeyristökualdur sem oftast er 62 ára (67 ára viðmið).
  • Það er hægt að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
  • Tilgreind séreign erfist til eftirlifandi maka og barna eins og annar séreignarsparnaður.
  • Ávinnsla réttinda til ævilangs ellilífeyris eða örorku- og makalífeyris, reiknast ekki af tilgreindri séreign.