Meginmál

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn mars 2025

Stríðsátök geisa áfram í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Víða í nágrannalöndum Íslands hefur pólitísk óvissa aukist og vaxandi spennu gætir í samskiptum þjóða. Mörg ríki Evrópu hafa aukið útgjöld til varnarmála á síðustu mánuðum og þar er búist við áframhaldandi hallarekstri hins opinbera. Aukin áhersla er á verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, sem ýtir enn frekar undir brotamyndun í alþjóðastjórnmálum, truflar framboðskeðjur, eykur viðskiptakostnað, truflar verðmyndun á mörkuðum og hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Til lengri tíma getur hægt á vexti framleiðslugetu heimsbúskapsins. Viðbúið er að áhrifin nái hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti, meðal annars með minni efnahagsumsvifum og minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

27. mars 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

74 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Eiginfjárkröfur banka stuðla að stöðugleika

Við ákvörðun um hversu miklar kröfur skuli gera til fjármálafyrirtækja um eigið fé þarf að feta einstigi milli þess að hamla ekki um of getu þeirra til að fjármagna hagkerfið með hagkvæmum hætti og þeirrar staðreyndar að kostnaður við fjármálaáföll er að öllu jafna verulegur og ætti að greiðast af þeim sem til áhættunnar stofna.

5. mars 2025

Breytingar á lánaumhverfi heimila

Síðastliðið haust þrengdu stóru viðskiptabankarnir lántökuskilyrði verðtryggðra íbúðalána. Þessi þrenging ásamt auknum skorðum Seðlabankans á lántöku heimila þar sem hámark veðsetningarhlutfalls hefur verið lækkað og hámark sett á greiðslubyrði í hlutfalli við ráðstöfunartekjur eru einar stærstu breytingar á lánaumhverfi heimila á síðustu árum.

6. febrúar 2025

Peningamál í hnotskurn febrúar 2025

Greinin birtist fyrst í Peningamálum 2025/1

5. febrúar 2025

Ný aðferð við að reikna húsnæðislið vísitölu neysluverðs

Hagstofa Íslands reiknar út vísitölu neysluverðs. Henni er ætlað að mæla verðbreytingar neysluútgjalda heimila í landinu. Hluti þessara neysluútgjalda endurspeglar kaup á húsnæðisþjónustu, þ.e. þá neyslu sem fylgir að búa í húsnæði.

9. desember 2024

Peningamál í hnotskurn

Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hefur þróast í takt við það sem gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála og hagvaxtarhorfur hafa því lítið breyst. Talið er að hagvöxtur aukist smám saman úr 1,4% í ár í 1,7% árið 2026. Sem fyrr vegur kröftugur hagvöxtur í Bandaríkjunum þungt en hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu eru áfram tiltölulega daprar. Alþjóðleg verðbólga hefur haldið áfram að minnka. Hún var 2,2% að meðaltali á þriðja fjórðungi þessa árs en líkt og í ágúst er gert ráð fyrir að hún verði komin niður í 2% seint á næsta ári.

21. nóvember 2024

„Flaggskip“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – staða og horfur í efnahagsmálum, fjármálastöðugleika og ríkisfjármálum

Helstu reglulegu útgáfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru gjarnan kallaðar flaggskip sjóðsins (Flagship Publications). Þær eru World Economic Outlook, Global Financial Stability Report og Fiscal Monitor og kynna mat sjóðsins á stöðu og horfum í efnahagsmálum, fjármálastöðugleika og ríkisfjármálum á heimsvísu auk þess að innihalda þjóðhagsspá sjóðsins. Ritin eru gefin út tvisvar á ári samhliða vor- og ársfundum sjóðsins. Hér að neðan er stutt samantekt á meginefni ritanna sem voru gefin út á ársfundi sjóðsins í október 2024.

7. nóvember 2024

Húsnæðisframboð, húsnæðiseftirspurn og fjármálastöðugleiki

Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur aukist mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarinn áratug. Margt er þar að baki en þyngst vega hækkandi meðalráðstöfunartekjur heimila og mikill vöxtur í vinnuaflsfrekum atvinnugreinum, sem hefur að miklu leyti verið mætt með aðflutningi fólks á vinnualdri. Einnig skipta máli lýðfræðilegir þættir eins og öldrun þjóðarinnar og breytt fjölskylduform þar sem fleiri búa nú einir og fleiri eru barnlausir en áður tíðkaðist. Sú þróun ýtir undir eftirspurn, að fólksfjöldanum gefnum.

9. október 2024

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Seðlabankar víða erlendis hafa slakað varfærnislega á peningalegu aðhaldi eftir að verðbólga tók að nálgast markmið á ný og hægja tók á efnahagslegum umsvifum. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur er þó áfram mikil. Hér á landi hefur verðbólga verið þrálát. Hægt hefur á efnahagsumsvifum það sem af er ári enda peningalegt aðhald þó nokkurt. Raunvextir, ekki síst til skemmri tíma, hafa hækkað á ný að undanförnu. Áhrif þessa á eignamörkuðum, ekki síst fasteignamarkaði, hafa enn sem komið er verið takmörkuð.

26. september 2024

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa lítið breyst frá því í maíspá Peningamála. Talið er að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði að meðaltali 1,3% í ár en þokist upp í liðlega 1½% á næstu tveimur árum. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur þó aukist. Alþjóðleg verðbólga hefur minnkað áfram það sem af er ári og fleiri seðlabankar iðnríkja eru teknir að lækka vexti. Eins og í maí er talið að verðbólga haldi áfram að hjaðna í helstu iðnríkjum og verði komin í markmið á seinni hluta næsta árs.

22. ágúst 2024

Nýleg endurskoðun á sögulegum hagtölum

Nýlega birti Hagstofa Íslands endurmat á þjóðhagsreikningum fyrir árin 2020-2022 og á mannfjöldatölum frá árinu 2010. Eins og nánar er rakið í rammagrein 2 í Peningamálum 2024/2 setur þessi mikla endurskoðun hagþróun síðustu ára í nýtt ljós.

30. maí 2024