Meginmál

Eignir lífeyrissjóða

ATH: Þessi grein er frá 5. september 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.242 ma.kr. í lok júlí 2012 og hafði hún þar með aukist um 3,2 ma.kr. frá júní eða um 0,1%. Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.650 ma.kr. í lok júlí og hafði aukist um 18,7 ma.kr. á milli mánaða.

Innlend hlutabréfaeign jókst um rúma 8 ma.kr. og íbúðabréfaeign um tæpa 5 ma.kr.

Erlend verðbréfaeign var 482 ma.kr. í lok júlí og hafði þar með minnkað um 11,6 ma.kr. frá júní, en eign í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum minnkaði um tæpa 10 ma.kr. á tímabilinu. Þá minnkuðu innlán lífeyrissjóða um 4,3 ma.kr. og námu í lok júlí 158,6 ma.kr.

Árslokatölur 2011 hafa verið endurskoðaðar í samræmi við birt uppgjör lífeyrissjóðanna og hafa árstölur efnahags- og greiðsluyfirlits verið uppfærðar. 

Sjá nánar: Lífeyrssjóðir.