Tengt efni
Í hnotskurn
Dregið hefur úr vilja til áhættutöku eftir fjármálakreppuna og peninga- og þjóðhagsvarúðarstefna hefur verið aðhaldssamari hér á landi en í flestum öðrum þróuðum ríkjum. Undanfarið
ár hafa erlend fjármögnunarkjör versnað mikið. Miklar vaxtahækkanir seðlabanka og aukin óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur höfðu í för með sér nokkurn óróa um allan heim og í ár. Vaxtaálag á skuldabréf banka hækkaði jafnframt talsvert undir lok árs 2022. Af þeim sökum dró tímabundið úr útgáfum erlendra markaðsskuldabréfa þeirra. Fjármálaleg skilyrði á alþjóðlegum mörkuðum bötnuðu þegar kom fram á árið í ár og vaxtaálag lækkaði sem innlendir aðilar hafa nýtt sér til að endurfjármagna erlendar skuldabréfaútgáfur. Því hefur dregið úr endurfjármögnunaráhættu þjóðarbúsins til skamms tíma litið. Auðseljanlegar krónueignir erlendra aðila eru einnig litlar og því er áhætta tengd þeim lítil.