Fara beint í Meginmál

Uppfærðir og nýir Hagvísar birtir 27. mars 2024

Nýjar og uppfærðar tölur hafa verið birtar í Hagvísum hér á vef bankans.

Í Hagvísum Seðlabanka Íslands, sem birtir hafa verið frá árinu 2002, er birt yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins í tíu köflum. Í gagnvirkum Hagvísum er notendum gert kleift að nálgast og rýna gögnin með því t.d. að fletta á milli mynda, velja staka mynd til frekari skoðunar, breyta tímaás og hlaða niður gögnum.