Fara beint í Meginmál

Greiðslujöfnuður í hnotskurn

Heimsbúskapurinn hefur á undanförnum árum orðið fyrir röð áfalla, svo sem heimsfaraldrinum, mikilli hækkun orku- og matvælaverðs í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og aukinni pólitískri óvissu. Meðal afleiðinga þessa var mesta verðbólga í þróuðum ríkjum í áratugi og háir vextir. Þá bættust víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna við og aukin óvissa um alþjóðaviðskipti sem hafa haft neikvæð áhrif á væntingar um alþjóðlegan hagvöxt. Þótt skammtímavextir hafi lækkað á ný hafa langtímavextir hækkað, ekki síst vegna áhyggna af stöðu opinberra fjármála margra ríkja.

3. nóvember 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

83 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Á tímum fjórðu iðnbyltingar og gervigreindar

Hugtakið fjórða iðnbyltingin kom fyrst inn í almenna málnotkun í ársbyrjun 2016. Það vísar til tækniframfara sem átt hafa sér stað undanfarin ár og sem vænta má í náinni framtíð og tengjast einkum aukinni sjálfvirknivæðingu og fyrirbærum eins og gervigreind, vélmennum, sjálfkeyrandi farartækjum og Interneti hlutanna (e. Internet of Things, IoT).

22. apríl 2024

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Aðhald peningastefnunnar hefur aukist á undanförnum mánuðum, bæði hér á landi og erlendis, með minnkandi verðbólgu en óbreyttu vaxtastigi. Væntingar eru um að vextir hafi náð hámarki og bendir þróun á eignamörkuðum til aukinnar bjartsýni fjárfesta.

14. mars 2024

Undirliggjandi verðbólga – hvað er það?

Eitt af lögbundnum markmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Það er nánar útfært í yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnar um verðbólgumarkmið frá árinu 2001 þannig að Seðlabankinn muni stefna að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á 12 mánuðum, verði sem næst 2½%.

26. febrúar 2024

Peningamál í hnotskurn

Hagvöxtur hélt áfram að gefa eftir í helstu viðskiptalöndum er leið á síðasta ár. Hagvaxtarhorfur hafa heldur versnað frá því í nóvember í flestum þeirra utan Bandaríkjanna en þar hefur hagvöxtur verið umfram væntingar. Alþjóðleg verðbólga hefur minnkað áfram og undirliggjandi verðbólga einnig en þó hægar. Stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs gætu hægt á hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu, m.a. í ljósi hækkunar flutningskostnaðar undanfarið.

8. febrúar 2024

Upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar

Með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar öðluðust tvær reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins lagagildi hér á landi hinn 1. júní 2023. Annars vegar er um að ræða reglugerð (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR-reglugerðin) og hins vegar (ESB) 2020/852 um að koma á ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (flokkunarreglugerðin). Seðlabankinn hefur eftirlit með hlítni eftirlitsskyldra aðila við lögin.

15. janúar 2024

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegur hagvöxtur hefur gefið eftir í kjölfar mikilla kostnaðarhækkana og hækkunar framfærslukostnaðar heimila. Líkt og í ágúst er spáð að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði um 1% í ár og á næsta ári. Horfur eru jafnframt á áframhaldandi hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu. Undirliggjandi verðbólga hefur þó minnkað hægar og útlit fyrir að vextir helstu seðlabanka heimsins haldist áfram háir.

22. nóvember 2023

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Aðhald peningastefnunnar hefur að undanförnu verið hert frekar, bæði hér á landi og erlendis, til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Aukið aðhald hefur hægt á hagkerfum heimsins sem meðal annars hefur komið fram í lækkandi eignaverði. Einnig hefur hægt á hagvexti hér á landi en hann er þó enn umtalsverður, enda mikil eftirspurn eftir helstu útflutningsafurðum Íslands. Hagvaxtarhorfur hafa versnað og spár benda til að það dragi úr hagvexti á seinni hluta þessa árs og því næsta.

21. september 2023

Af hverju taka ekki allir þátt? - Greining á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði

Rannsókn okkar á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði sýndi að kyn, tekjur, menntun og ríkisfang hafa áhrif á það hversu líklegt er að fólk taki þátt. Konur taka meiri þátt en karlar og þá er þátttakan meiri hjá þeim sem eru með hærri tekjur og meiri menntun.

7. september 2023

Peningamál í hnotskurn

Hægt hefur á hagvexti í helstu viðskiptalöndum Íslands en þó minna en gert var ráð fyrir í maíspá Peningamála. Horfur eru þó áfram á litlum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% á ári. Lækkun orkuverðs gerir það að verkum að almenn verðbólga hefur minnkað í þróuðum ríkjum en undirliggjandi verðbólga hefur reynst mun þrálátari þrátt fyrir töluverða hækkun vaxta helstu seðlabanka heimsins.

23. ágúst 2023

Heimsfaraldur og húsnæðisverð á Íslandi

Í kjölfar þess að heimsfaraldurinn knúði dyra hér á landi í upphafi árs 2020 hélt Seðlabankinn áfram að lækka vexti en þó í stærri skrefum en í lækkunarferlinu sem hófst árið áður. Tilgangurinn var að örva eftirspurn í hagkerfinu og vega þannig á móti neikvæðum efnahagsáhrifum sem hlutust af sóttvarnaraðgerðum í faraldrinum.

16. ágúst 2023