Lögfræðingur – aðgerðir gegn peningaþvætti og hæfismál
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa í teymi aðgerða gegn peningaþvætti og úrvinnslu hæfismála.
Deildin tilheyrir sviði háttsemiseftirlits sem er eitt af tveimur eftirlitssviðum bankans. Deildin sinnir eftirliti með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á fjármálamarkaði og einnig mati á hæfi stjórnenda á fjármálamarkaði og eigenda virkra eignarhluta fyrirtækja á fjármálamarkaði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með tilkynningaskyldum aðilum vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum vegna alþjóðlegra þvingunaraðgerða
- Mat á hæfi stjórnenda á fjármálamarkaði og eigenda virkra eignarhluta fyrirtækja á fjármálamarkaði
- Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi
- Önnur lögfræðileg verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnpróf ásamt meistaraprófi eða embættispróf í lögfræði
- Þekking á löggjöf á fjármálamarkaði, t.d. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi
- Reynsla af störfum er tengjast aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og alþjóðlegum þvingunarráðstöfunum
- Reynsla af störfum er tengjast mati á hæfi
- Þekking á stjórnsýslulögum og reynsla af meðferð og vinnslu stjórnsýslumála
- Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
- Áræðni, öguð vinnubrögð, heiðarleiki og metnaður til að ná árangri í starfi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Nánari upplýsingar um starfið veita Elísabet Júlíusdóttir forstöðumaður aðgerða gegn peningaþvætti og hæfismála (elisabet.juliusdottir@sedlabanki.is) og Telma Ýr Unnsteinsdóttir mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2025.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, heilindum, auðmýkt og áræðni.
Sérfræðistörf
Við sérstakar aðstæður getur komið til þess að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þurfi að semja við sérfræðinga til að sinna tilteknum verkefnum. Þá hefur fjármálaeftirlitið sérstaka heimild til að skipa sérfræðing til að athuga tiltekna þætti í starfsemi eða rekstri eftirlitsskylds aðila eða til að hafa að öðru leyti sértækt eftirlit með eftirlitsskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Jafnframt hefur fjármálaeftirlitið meðal annars heimild til að skipa við sérstakar aðstæður fjármálafyrirtæki bráðabirgðastjórnanda, sbr. 107. gr. e laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og vátryggingafélagi slitastjórn, sbr. 152. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
Fjármálaeftirlitið tekur við ferilskrám, og eftir atvikum kynningarbréfum, þeirra sem eru reiðubúnir að gefa kost á sér til slíkra starfa. Einnig geta fyrirtæki gefið kost á tilteknum starfsmönnum sínum til slíkra starfa. Leitað er að einstaklingum með fjölbreytta þekkingu og reynslu á sviði lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði, fjármálamarkaða, reksturs, stjórnunar, upplýsingatækni, reikningsskila o.fl.
Ferilskrá, og eftir atvikum kynningarbréf, skulu gefa glögga mynd af menntun og reynslu hlutaðeigandi. Upplýsingarnar verða aðgengilegar viðeigandi stjórnendum innan fjármálaeftirlitsins ef til greina kemur að semja við sérfræðing til að sinna tilteknu verkefni. Þá skulu upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og netfang fylgja ferilskránni. Jafnframt er mikilvægt að fram komi upplýsingar um tengsl hlutaðeigandi við einstaka eftirlitsskylda aðila. Vakin er athygli á því að almennt koma starfsmenn eftirlitsskyldra aðila ekki til greina til umræddra sérfræðistarfa.
Fyrirspurnir má senda á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is.
Almenn umsókn
Takk fyrir að sýna því áhuga á að starfa með okkur í Seðlabanka Íslands.
Seðlabanka Íslands ber skylda til að auglýsa opinberlega laus störf samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. nánar reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsþjálfun
Takk fyrir að sýna því áhuga að koma í starfsþjálfun hjá okkur í Seðlabanka Íslands.
Hér getur þú sótt um að koma til okkar í starfsþjálfun. Við förum reglulega yfir umsóknir og verðum í sambandi ef við höfum lausa starfsþjálfunarstöðu við þitt hæfi. Starfsþjálfun er einstakt tækifæri fyrir háskólanema til að öðlast hagnýta og starfstengda reynslu og er markmið okkar að bjóða reglulega upp á fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að kynnast verkefnum og starfsemi bankans.