Seðlabanki Íslands leggur áherslu á metnaðarfullt starfsumhverfi með það að markmiði að byggja upp trausta liðsheild. Með áherslu á virðingu og vellíðan, jafnrétti, þekkingu, fagmennsku og framsækni nær bankinn markmiðum sínum með árangursríkum hætti.
Sumarstörf 2026
Seðlabankinn leitar að öflugum liðsfélögum með brennandi áhuga á fjármálamarkaði. Hefur þú lokið grunnnámi í greinum sem tengjast starfsemi Seðlabankans, t.d. hagfræði, viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði eða tölvunarfræði?
Sérfræðistörf
Við sérstakar aðstæður getur komið til þess að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þurfi að semja við sérfræðinga til að sinna tilteknum verkefnum eins og að athuga tiltekna þætti í starfsemi eða rekstri eftirlitsskylds aðila eða til að hafa að öðru leyti sértækt eftirlit með eftirlitsskyldum aðila.
Almenn umsókn
Hér getur þú sent inn almenna umsókn í tímabundin störf.
Starfsþjálfun
Hér getur þú sent inn umsókn um starfsþjálfun.