Fara beint í Meginmál
6717 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
8. október 2025
Fréttir og tilkynningar
8. október 2025

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 7,50%. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun.

Fréttir og tilkynningar
7. október 2025

Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt á vef Seðlabanka Íslands á morgun, miðvikudaginn 8. október kl. 8.30. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30.

Kalkofninn
6. október 2025

Gullhúðun löggjafar hefur á síðustu misserum verið töluvert til umræðu, bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu. Í Evrópu hefur umræðan m.a. verið tengd við samkeppnishæfni álfunnar en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í lok janúar á þessu ári Samkeppnisáttavita fyrir ESB þar sem kallað er eftir því að Evrópa grípi þegar í stað til aðgerða til að endurheimta samkeppnisstöðu sína og tryggja velsæld.

Fréttir og tilkynningar
6. október 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf vettvangsathugun hjá Straumi greiðslumiðlun hf. í september 2024. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í september 2025.

Fréttir og tilkynningar
6. október 2025

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar (EBA, EIOPA og ESMA – ESA-stofnanirnar) gáfu í dag út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta. Þessari viðvörun fylgir upplýsingablað þar sem útskýrt er hvað ný reglugerð ESB um markaði fyrir sýndareignir (MiCA) þýðir fyrir neytendur. ESA-stofnanirnar mæla með ákveðnum skrefum sem neytendur geta tekið til að taka upplýstar ákvarðanir áður en þeir fjárfesta í sýndareignum, svo sem að kanna hvort veitandinn hafi starfsleyfi.