Í einföldu máli er talað um að þvætta peninga þegar illa fengið fé er látið líta út fyrir að vera löglega fengið. Tilgangur peningaþvættis er að fela slóð illa fengins fjár til þess að brotamenn geti nýtt þá í einkaneyslu eða fjárfestingar.
Peningaþvætti er skilgreint í lögum með eftirfarandi hætti:
Peningaþvætti getur átt sér stað með mismunandi hætti en grunnforsenda þess er að aðili hafi hlotið ávinning með ólögmætum hætti. Í daglegu tali er talað um að sá sem hagnast með þessum hætti teljist hafa undir höndum „óhreina“ fjármuni. Það getur t.d. átt sér stað með sölu fíkniefna eða skattalagabroti.
Peningaþvætti á sér ýmsar birtingarmyndir og getur verið einfalt, t.d. getur það falið í sér að kaupa fasteign fyrir illa fengið fé. Þá getur það stundum verið flókið samspil margra mismunandi þátta sem miða að því að fela slóð fjármunanna. Í flóknari tilfellum er fjármálakerfið gjarnan misnotað til þess að stunda þvættið eins og nánar verður útskýrt hér að neðan. Þá er ekki um að ræða einstaka athöfn, heldur ferli sem oft er skipt upp í þrjú skref:
1. Yfirfærsla
2. Endurröðun
3. Hagnýting
Aðgerðir gegn peningaþvætti
Hvernig hefur Seðlabankinn eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
Seðlabankinn hefur eftirlit með því að svonefndir tilkynningarskyldir aðilar, þ.e. aðilar sem stunda starfsemi sem kann að verða misnotuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka fullnægi þeim lagakröfum sem gilda hverju sinni um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Markmið reglnanna er meðal annars að þessir aðilar þekki deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og að þeir tilkynni án tafar um það til viðeigandi yfirvalda vakni grunur um eða ef vart verður við slíka ólögmæta starfsemi.
Umfjöllunin í þessari grein byggir að mestu leiti á grein sem Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur á sviði lagalegs eftirlits og vettvangsathugana hjá Seðlabanka Íslands skrifaði í Kalkofninn - Hvað er peningaþvætti.