Efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda
Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld formlega eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samkomulag var gert á grundvelli efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda sem hafði í meginatriðum þríþætt markmið. Í fyrsta lagi að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði, í öðru lagi að móta stefnu í ríkisfjármálum með það meginmarkmið að koma á sjálfbærri skuldastöðu og í þriðja lagi að endurreisa fjármálageirann og viðurkenndar leikreglur. Áætlunin var gerð til tveggja ára.
Viljayfirlýsing stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um samstarf var undirrituð 3. nóvember og var lánafyrirgreiðsla samþykkt 19. nóvember 2008 í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt áætluninni skyldi Ísland fá sem næmi 2,1 milljarði Bandaríkjadala (1,4 ma. SDR) að láni frá sjóðnum í áföngum. Auk þess fengust viðbótarlán sem námu allt að 2,3 milljörðum Bandaríkjadala frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð (1,775 ma. EUR) og Póllandi (204 m. PLN). Loks lánuðu Færeyingar Íslendingum fjárhæð sem nam um 50 milljónum Bandaríkjadala (300 m. DKK). Lánið frá sjóðnum átti að greiðast til baka á árunum 2012 til 2016 en var endurgreitt að fullu í október 2015. Lánin frá Norðurlöndunum voru á gjalddaga 2019-2021, Færeyjum 2013-2015 og Póllandi 2015-2022 en þau voru fyrirframgreidd á árunum 2012-2015.
Upplýsingar um lánafyrirgreiðslu Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum:
Sjötta endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS - lokalánafyrirgreiðsla
26. ágúst 2011
Sjötta og síðasta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS samþykkt - Efnahagsáætluninni lokið
31. ágúst 2011
Gögn í tengslum við sjöttu endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS
Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS - sjötta lánafyrirgreiðsla
3. júní 2011
Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS samþykkt
6. júní 2011
Gögn í tengslum við fimmtu endurskoðun
Fjórða endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS - fimmta lánafyrirgreiðsla
10. janúar 2011
Fjórða endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS samþykkt
14. janúar 2011
Gögn í tengslum við fjórðu endurskoðun
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS - fjórða lánafyrirgreiðsla
29. september 2010
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS samþykkt
4. október 2010
Gögn í tengslum við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS
Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS - þriðja lánafyrirgreiðsla
16. apríl 2010
Annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og lánafyrirgreiðsla að fjárhæð 160 milljónir Bandaríkjadala hefur verið samþykkt
Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda í tengslum við aðra endurskoðun
Fyrsta endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS - önnur lánafyrirgreiðsla
28. október 2009
Fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lokið og lánafyrirgreiðsla að fjárhæð 167,5 milljónir Bandaríkjadala samþykkt
Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda í tengslum við fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
03. nóvember 2009
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tengslum við fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS samþykkt
20. nóvember 2008
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkir lánafyrirgreiðslu fyrir Ísland að fjárhæð 2,1 milljarður Bandaríkjadala sem er jafnvirði 293 ma.kr.
26. nóvember 2008
Ísland: Lánafyrirgreiðsla - skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins