logo-for-printing

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund) hefur það að markmiði að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi gjaldmiðla og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Seðlabanki Íslands er fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fyrir hönd íslenska ríkisins.

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Washington D.C. í Bandaríkjunum og fer dagleg yfirstjórn fram þar. Ísland á samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin á vettvangi sjóðsins. Þessi lönd mynda eitt af 24 svo kölluðum kjördæmum sjóðsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er mikilvægur samstarfsvettvangur nær allrar þjóðríkja á sviði efnahags og peningamála. Skipta má starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þrjá meginþætti; eftirlit með alþjóðahagkerfinu og efnahagslífi einstakra aðildarríkja ásamt ráðgjöf, fjárhagsleg aðstoð og tæknileg aðstoð við aðildarríkin. Auk þessa hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á sérstaka aðstoð við fátækustu aðildarríkin bæði fjárhagslega og tæknilega.

Á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að finna ýmsar upplýsingar um samstarf Íslands og sjóðsins.

Sýna allt

Fréttir AGS