logo-for-printing

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)

Seðlabanki Íslands er fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fyrir hönd íslenska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund) hefur frá stofnun haft það að markmiði að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi gjaldmiðla og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. 


Starfsemi sjóðsins er einkum þrenns konar:

  • Eftirlit með efnahagsmálum aðildarlanda sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild.
  • Tæknileg aðstoð við aðildarríkin.
  • Lánveitingar til aðildarríkja í greiðsluerfiðleikum. 

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Washington D.C. og fer dagleg yfirstjórn fram þar. Ísland á samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin á vettvangi sjóðsins. Þessi lönd mynda eitt af 24 svo kölluðum kjördæmum sjóðsins.

 

Sýna allt

Ársfundir AGS

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók ásamt öðrum fulltrúum Seðlabankans þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum dagana 12. - 16. október 2022. Seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors), æðstu stofnun sjóðsins. Hann sat jafnframt fundi fjárhagsnefndar sjóðsins (e. International Monetary and Financial Committee, IMFC).

Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar bankans áttu einnig fundi með yfirstjórn og sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kjördæmi Norður- og Eystrasaltslanda hjá sjóðnum, matsfyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum og sendinefndum annarra ríkja.

Fjárhagsnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur fund tvisvar á ári þar sem sjóðurinn kynnir mat sitt á ástandi og horfum í heimsbúskapnum, fjármálastöðugleika og ríkisfjármálum, auk þess sem framkvæmdastjóri sjóðsins kynnir stefnuyfirlýsingu sjóðsins (e. Global Policy Agenda).

Í stefnuyfirlýsingu sjóðsins kemur fram að forgangsraða þurfi stefnumálum á nýjan leik til að mæta breyttum veruleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi komið aðildarlöndum til aðstoðar með margvíslegum hætti síðustu tvö ár í kjölfar COVID-kreppunnar, m.a. með neyðarfjármögnun og sögulegri úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR). Nú standi alþjóðahagkerfið frammi fyrir nýrri kreppu og þá muni sjóðurinn halda áfram að styðja við aðildarlönd með lánum, stefnumótandi ráðgjöf og tæknilegri aðstoð.

Hér er að finna stefnuyfirlýsingu sjóðsins: The Managing Director's Global Policy Agenda, Annual Meetings 2022: Act Now, Act Together for a More Resilient World.

Vegna stríðsins í Úkraínu tókst fjárhagsnefndinni ekki að sammælast um yfirlýsingu á fundinum. Í stað hennar gaf formaður nefndarinnar út yfirlýsingu sem studd var af fulltrúum flestra ríkja. Ýmis áföll hafa dunið samtímis á heimsbyggðinni sem fram kemur m.a. í versnandi hagvaxtarhorfum, mikilli verðbólgu og hækkandi skuldastöðu. Þörf væri á samstilltu átaki þjóða til að verja efnahags- og fjármálastöðugleika í heiminum. Hægt er að lesa yfirlýsinguna hér: Chair's Statement Forty-Sixth Meeting of the IMFC

Fulltrúi kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni var að þessu sinni Mikael Damberg, fjármálaráðherra Svíþjóðar. Yfirlýsingu kjördæmisins (e. IMFC Statement) má sjá hér: IMFC Statement by Mikael Damberg, Minister of Finance, Sweden, on behalf of Denmark,  Republic of Estonia, Finland, Iceland, Republic of Latvia, Republic of Lithuania, Norway, and Sweden


Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri verðlaunaður fyrir góða frammistöðu

Í tengslum við ársfundinn var haldin athöfn á vegum fjármálatímaritsins Global Finance, þar sem bönkum og forystufólki þeirra voru veitt verðlaun fyrir góða frammistöðu að undanförnu. Meðal verðlaunahafa var Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann var talinn skara fram úr meðal stjórnenda seðlabanka og fékk hæstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. Ásgeir var eini seðlabankastjórinn á heimsvísu sem Global Finance gaf einkunnina A+ sem er hæsta einkunn sem ritið hefur gefið í tuttugu ár. Verðlaunin fékk Ásgeir m.a. fyrir að vera fyrsti vestræni seðlabankastjórinn til að grípa til aðhalds í peningamálum snemma árs 2021 og fylgja þeirri stefnu ákveðið eftir auk þess að grípa til annarra ráðstafana, svo sem herðingar lánþegaskilyrða.

Hægt er að fletta Global Finance ritinu hér: Central Banker Report Cards 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum dagana 11. - 17. október 2021 sem fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors), æðstu stofnun sjóðsins. Seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sátu fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. International Monetary and Financial Committee, IMFC) sem áheyrnarfulltrúar.

Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar bankans áttu einnig fundi með yfirstjórn og sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þátttaka í ársfundinum var að þessu sinni með blönduðu sniði. Flestir fulltrúar í fjárhagsnefnd mættu til fundarins í höfuðstöðvum sjóðsins í Washington en sendinefndir voru fámennar og flestir þátttakendur sóttu fundi í gegnum fjarfundabúnað.

Fjárhagsnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur fund tvisvar á ári þar sem sjóðurinn kynnir mat sitt á ástandi og horfum í heimsbúskapnum auk þess sem framkvæmdastjóri sjóðsins kynnir ráðgjöf hans varðandi alþjóðlega stefnumótun (e. Global Policy Agenda). Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, fer nú fyrir fjárhagsnefndinni. Í ályktun nefndarinnar (e. IMFC Communiqué) kom fram að efnahagsbati haldi áfram á heimsvísu en að mikill munur sé á milli landa vegna mismunandi aðgangs að bóluefnum og rýmis til efnahagsaðgerða. Kallað var eftir alþjóðlegri samvinnu við að efla bólusetningu gegn COVID-19. Þá var lögð áhersla á umbætur til að auka viðnámsþrótt og sjálfbærni alþjóðahagkerfisins til lengri tíma. Fjárhagsnefndin lýsti jafnframt ánægju sinni með nýlega úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR) og hvatti til að aukið fjármagn yrði nýtt til stuðnings lágtekju- og millitekjulöndum.

Fulltrúi kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni var að þessu sinni Lars Rohde, seðlabankastjóri í Danmörku. Í yfirlýsingu kjördæmisins (e. IMFC Statement) var lögð áhersla á að niðurlög faraldursins á heimsvísu væri forgangsmál á næstunni. Jafnframt væru loftslagsmál mikilvægasta áskorun okkar tíma og að setja þyrfti meiri kraft í aðgerðir á því sviði. Þá var lögð áhersla á mikilvægi sjálfbærrar skuldastöðu og gagnsæis um skuldamál ríkja.

Hér að neðan má finna tengla með efni frá ársfundinum:

Ályktun fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC Communiqué).

Stefnuyfirlýsing Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (Global Policy Agenda, GPA).

Yfirlýsing kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC Statement).

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum dagana 12.-18. október. Seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors) sem er æðsta ráð stofnunarinnar. Þá sátu seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. International Monetary and Financial Committee, IMFC) sem áheyrnarfulltrúar. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar bankans áttu einnig fundi með yfirstjórn og sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fulltrúum fjármálastofnana. Líkt og vorfundur fjárhagsnefndarinnar í apríl sl. var ársfundurinn og tengdir fundir með fjarfundarsniði.


Fjárhagsnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur fundi tvisvar á ári þar sem sjóðurinn kynnir mat sitt á ástandi og horfum í heimsbúskapnum auk þess sem framkvæmdastjóri sjóðsins kynnir ráðgjöf hans varðandi alþjóðlega stefnumótun (e. Global Policy Agenda). Lesetja Kganyago, seðlabankastjóri Suður-Afríku, hefur farið fyrir fjárhagsnefndinni síðastliðin þrjú ár en lætur senn af formennsku. Í ályktun nefndarinnar (e. IMFC Communiqué) kom fram að alþjóðlegur efnahagsbati væri í sjónmáli, studdur af fordæmalausum efnahagsaðgerðum. Batinn væri þó ójafn og háður mikilli óvissu. Hætta væri á að faraldurinn setti mark sitt á heimshagkerfið í formi minni framleiðnivaxtar, hærri skuldastöðu, aukinnar áhættu í fjármálageira og aukinnar fátæktar og ójafnaðar. Aðildarlöndin hvöttu til að allra leiða yrði leitað til að endurvekja tiltrú á efnahagslífið, vernda störf og auka hagvöxt. 


Fulltrúi kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda var að þessu sinni Jan Tore Sanner, fjármálaráðherra Noregs. Í yfirlýsingu kjördæmisins (e. IMFC Statement) var alþjóðlegu samstarfi um aukið aðgengi að prófum, meðferðum og bóluefni við Covid-19 sérstaklega fagnað. Einnig var undirstrikað að alþjóðleg samvinna, opnir markaðir og viðskipti væru undirstaða efnahagsbata, trausts og langtímahagsældar í aðildarríkjum.


Hér að neðan má finna tengla með efni frá ársfundinum:


Ályktun fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC Communiqué)


Stefnuyfirlýsing Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (Global Policy Agenda, GPA)


Yfirlýsing kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC Statement)

Ársfundur  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 17.-20. október 2019 í Washington í Bandaríkjunum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann var fulltrúi Íslands í sjóðsráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá sat seðlabankastjóri fundi fjárhagsnefndar AGS. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar Seðlabankans áttu einnig viðræður við yfirstjórn og starfsfólk AGS og funduðu með fjölmörgum fulltrúum fjármálastofnana og matsfyrirtækja.

Fulltrúi kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda var að þessu sinni fjármálaráðherra Finnlands, Mika Lintilä. 

Ályktun fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC Communiqué)

Stefnuyfirlýsing Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (Global Policy Agenda, GPA)

Yfirlýsingar allra nefndarmanna í fjárhagsnefnd (IMFC Statements)

 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók ásamt öðrum fulltrúum Seðlabankans þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum dagana 12. - 16. október 2022. Seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors), æðstu stofnun sjóðsins. Hann sat jafnframt fundi fjárhagsnefndar sjóðsins (e. International Monetary and Financial Committee, IMFC).

Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar bankans áttu einnig fundi með yfirstjórn og sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kjördæmi Norður- og Eystrasaltslanda hjá sjóðnum, matsfyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum og sendinefndum annarra ríkja.

Fjárhagsnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur fund tvisvar á ári þar sem sjóðurinn kynnir mat sitt á ástandi og horfum í heimsbúskapnum, fjármálastöðugleika og ríkisfjármálum, auk þess sem framkvæmdastjóri sjóðsins kynnir stefnuyfirlýsingu sjóðsins (e. Global Policy Agenda).

Í stefnuyfirlýsingu sjóðsins kemur fram að forgangsraða þurfi stefnumálum á nýjan leik til að mæta breyttum veruleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi komið aðildarlöndum til aðstoðar með margvíslegum hætti síðustu tvö ár í kjölfar COVID-kreppunnar, m.a. með neyðarfjármögnun og sögulegri úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR). Nú standi alþjóðahagkerfið frammi fyrir nýrri kreppu og þá muni sjóðurinn halda áfram að styðja við aðildarlönd með lánum, stefnumótandi ráðgjöf og tæknilegri aðstoð.

Hér er að finna stefnuyfirlýsingu sjóðsins: The Managing Director's Global Policy Agenda, Annual Meetings 2022: Act Now, Act Together for a More Resilient World.

Vegna stríðsins í Úkraínu tókst fjárhagsnefndinni ekki að sammælast um yfirlýsingu á fundinum. Í stað hennar gaf formaður nefndarinnar út yfirlýsingu sem studd var af fulltrúum flestra ríkja. Ýmis áföll hafa dunið samtímis á heimsbyggðinni sem fram kemur m.a. í versnandi hagvaxtarhorfum, mikilli verðbólgu og hækkandi skuldastöðu. Þörf væri á samstilltu átaki þjóða til að verja efnahags- og fjármálastöðugleika í heiminum. Hægt er að lesa yfirlýsinguna hér: Chair's Statement Forty-Sixth Meeting of the IMFC

Fulltrúi kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni var að þessu sinni Mikael Damberg, fjármálaráðherra Svíþjóðar. Yfirlýsingu kjördæmisins (e. IMFC Statement) má sjá hér: IMFC Statement by Mikael Damberg, Minister of Finance, Sweden, on behalf of Denmark,  Republic of Estonia, Finland, Iceland, Republic of Latvia, Republic of Lithuania, Norway, and Sweden


Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri verðlaunaður fyrir góða frammistöðu

Í tengslum við ársfundinn var haldin athöfn á vegum fjármálatímaritsins Global Finance, þar sem bönkum og forystufólki þeirra voru veitt verðlaun fyrir góða frammistöðu að undanförnu. Meðal verðlaunahafa var Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann var talinn skara fram úr meðal stjórnenda seðlabanka og fékk hæstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. Ásgeir var eini seðlabankastjórinn á heimsvísu sem Global Finance gaf einkunnina A+ sem er hæsta einkunn sem ritið hefur gefið í tuttugu ár. Verðlaunin fékk Ásgeir m.a. fyrir að vera fyrsti vestræni seðlabankastjórinn til að grípa til aðhalds í peningamálum snemma árs 2021 og fylgja þeirri stefnu ákveðið eftir auk þess að grípa til annarra ráðstafana, svo sem herðingar lánþegaskilyrða.

Hægt er að fletta Global Finance ritinu hér: Central Banker Report Cards 2022

Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins árið 2017 voru haldnir dagana 13. og 14. október í Washington í Bandaríkjunum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni Ardo Hansson, seðlabankastjóri Eistlands. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af Vitas Vasiliauskas, seðlabankastjóra Litháen.

Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2017

Ársfundarræða Vitas Vasiliauskas, seðlabankastjóra Litháen

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárlaganefnd AGS, flutt af Ardo Hansson, seðlabankastjóra Eistlands

Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins árið 2016 voru haldnir dagana 7.-9. október í Washington í Bandaríkjunum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hélt einnig erindi á ráðstefnu á vegum US-Korea Institute, Reinventing Bretton Woods Committee, Korea Institute of Finance og UBS, sem fjallaði um peningastefnu og hið alþjóðlega peninga- og fjármálakerfi.
Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af seðlabanka stjóra Lettlands, Ilmārs Rimšēvičs.

Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2016

Ársfundarræða Ilmārs Rimšēvičs seðlabankastjóra Lettlands.

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárlaganefnd AGS, flutt af Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur.

Erindi Más fjallaði um áhrif fjármálalegrar hnattvæðingar á lítil, opin og fjármálalega samþætt hagkerfi og umbætur á hinu alþjóðlega peninga- og fjármálakerfi. Glærur sem Már notaði við kynninguna má finna hér.


Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins árið 2015 voru haldnir dagana 9.-11. október í Líma í Perú. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og flutti að þessu sinni ársfundarræðu fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var Øystein Olsen, seðlabankastjóri í Noregi.

Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2015

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, flutt af Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd AGS, flutt af Øystein Olsen, seðlabankastjóra Noregs

Ársfundur og fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2014 voru haldnir dagana 10. -12. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af seðlabankastjóra Finnlands, Erkki Liikanen. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Finnlands, Antti Rinne.

Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2014

Ársfundarræða Erkki Liikanen seðlabankastjóra Finnlands

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja flutt af Antti Rinne fjármálaráðherra Finnlands

Ársfundur og fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2013 voru haldnir dagana 11. -13. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af seðlabankastjóra Eistlands, Ardo Hansson. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Litháen, Rimantas Šadžius. 

Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2013

Ársfundarræða Ardo Hansson seðlabankastjóra Eistlands

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja flutt af Rimantas Sadziu fjármálaráðherra Litháen 


Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn i Tokyo 12. október sl. og fundur fjárhagsnefndar sjóðsins daginn eftir hinn 13. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var flutt af Nils Bernstein seðlabankastjóra Danmerkur. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg. 

Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2012

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2012 (Nils Bernstein seðlabankastjóri í Danmörku)

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2012 (Anders Borg, fjármálaráðherra í Svíþjóð)

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 23. september 2011 og fundur fjárhagsnefndar sjóðsins fór fram 24. september.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra fylgdust einnig með fundunum og þeir ásamt seðlabankastjóra áttu margvíslega fundi um málefni Íslands með yfirstjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fluttu fjármálaráðherra og seðlabankastjóri erindi á ráðstefnu fjárfestingabankans JP Morgan í dag, sunnudaginn 25. september. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var flutt af Stefan Ingves seðlabankastjóra í Svíþjóð. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni seðlabankastjóri Danmerkur, Nils Bernstein. 

Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2011 (Communiqué of the Twenty-Fourth Meeting of the IMFC - Collective Action for Global Recovery )

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2011 (Stefan Ingves seðlabankastjóri í Svíþjóð)

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlandi og Eystrasaltsríkja 2011 (Nils Bernstein seðlabankastjóri í Danmörku)

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 8. október og fundur fjárhagsnefndar AGS var haldinn 9. október.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sótti fundina. Ársfundaræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var í höndum norska seðlabankastjórans Svein Gjedrem. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Noregs, Sigbjørn Johnsen. Ársfundarræðan og yfirlýsing kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér:

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2010 

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2010

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans 2009 í Istanbúl

Sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn dagana 6.-7. október í Istanbúl í Tyrklandi. Auk þess var haldinn fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC).

Svíþjóð gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árin 2008 og 2009. Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefndinni.

Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af Erkki Liikanen, seðlabankastjóra finnska seðlabankans. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni hér á vefsíðum Seðlabanka Íslands, en auk þess m.a. á vefsíðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Nánari umfjöllun um ársfundinn má sjá í meðfylgjandi gögnum:

Sjá heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem fjallað er um ársfundinn: 
http://www.imf.org/external/am/2009/index.htm

Ræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd 2009
Anders Borg:
Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd 2009

Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2009
Erkki Liikanen:
Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2009


Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Singapúr (2006)

Sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn dagana 16.- 20. september í Singapúr, auk þess sem fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var einnig  haldinn. Finnland gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006 til 2007. Fjármálaráðherra Finnlands, Eero Heinaluoma, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni.

Ársfundarræða Norðurlandanna var flutt af Stefan Ingves, seðlabankastjóra í sænska seðlabankanum. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni haustið 2006.

Ársfundarræða Norðurlandanna 2006.

 

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans  (2005)

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans ásamt fundi fjárhagsnefndarinnar voru haldnir dagana 24-25. september í Washington. Noregur hefur gegnt í formennsku fyrir kjördæmið frá 2004-2005.
 
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans ásamt fundi fjárhagsnefndarinnar voru haldnir dagana 24-25. september í Washington. Noregur hefur gegnt í formennsku fyrir kjördæmið frá 2004-2005.

Fjármálaráðherra Noregs, Per-Kristian Foss, er því fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefndinni og talar hann fyrir hönd þess. Ársfundaræða kjördæmisins er í höndum norska seðlabankastjórans Svein Gjedrem. Ræður kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefndinni haustið 2005

Ársfundaræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja


Hér má finna eldri ræður fulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda sem haldnar voru á ársfundum sjóðsins.

Statement by Svein Ingvar Gjedrem., Governor of the Central Bank of Norway, September 24-25, 2005 

IMFC Statement by Mr. Per-Kristian Foss, Minister of Finance, Norway. April 16, 2005

IMFC Statement by Mr. Per-Kristian Foss, Minister of Finance, Norway. International Monetary and Financial Committee Tenth Meeting, Washington, D.C. October 2, 2004

Statement by Mr. Erkki Liikanen, Governor of the Central Bank of Finland, October 3, 2004

IMFC Statement by Mr. Per-Kristian Foss, Minister of Finance, Norway. April 24, 2004

Statement by the Hon. BIRGIR ISLEIFUR GUNNARSSON, Governor of the Fund for ICELAND on behalf of Denmark, Estonia, Finland, Iceland, Latvia, Lithuania, Norway, and Sweden at the Joint Annual Discussion , September 23, 2003

Statement by Geir H. Haarde, Minister of Finance, Iceland, on behalf of the Nordic and Baltic countries i.e. Denmark, Finland, Estonia, Iceland, Latvia, Lithuania, Norway, and Sweden, to the IMFC Meeting in Dubai, September 21, 2003

Statement by Bodil Nyboe Andersen, Governor of the Central Bank of Denmark, September 29, 2002

Fréttir AGS

19. apríl 2023

Vorfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2023

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 12. til 16. apríl 2023 í Washington DC, ásamt Gunnari Jakobssyni varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika og öðrum fulltrúum Seðlabankans. Á vorfundum sjóðsins koma saman fulltrúar seðlabanka, fjármála- og efnahagsráðuneyta, einkafyrirtækja, félagasamtaka og fræðasamfélagsins til að ræða m.a. stöðu og horfur í efnahagsmálum, þróun heimsmála, helstu áskoranir framundan og skilvirkni efnahags- og þróunaraðgerða.

Nánar
18. október 2022

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók á dögunum þátt í ársfundi AGS og tengdum fundum ásamt öðrum fulltrúum bankans. Seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, æðstu stofnun sjóðsins. Hann sat jafnframt fundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Nánar
11. maí 2022

Árlegar viðræður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila

AGS birti í dag álit sendinefndar sinnar eftir fundi með íslenskum stjórnvöldum og öðrum hagaðilum. Fundirnir eru hluti af árlegri úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi. Viðfangsefni fundanna voru staða efnahagslífsins í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og horfur framundan í ljósi stríðsins í Úkraínu og vaxandi verðbólgu víða um heim. Sjóðurinn telur að íslenskt efnahagslíf hafi staðist röð áfalla síðan 2019 með ágætum, m.a. í krafti samræmdra aðgerða stjórnvalda, sem áfram eru nauðsynlegar til að efnahagsbati festist í sessi, til að stemma stigu við verðbólgu og aukinni áhættu í kerfinu og til að byggja aftur upp viðnámsþrótt í ríkisfjármálum.

Nánar
26. apríl 2022

Vorfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dagana 18. til 23. apríl sl. í Washington DC ásamt öðrum fulltrúum Seðlabankans og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Nánar
21. október 2021

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2021

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum dagana 11. - 17. október 2021 sem fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors), æðstu stofnun sjóðsins. Seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sátu fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. International Monetary and Financial Committee, IMFC) sem áheyrnarfulltrúar.

Nánar
22.04.2013

Vorfundur AGS

19.11.2012

Skýrsla AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS