logo-for-printing

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund) hefur það að markmiði að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi gjaldmiðla og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Seðlabanki Íslands er fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fyrir hönd íslenska ríkisins.

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Washington D.C. í Bandaríkjunum og fer dagleg yfirstjórn fram þar. Ísland á samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin á vettvangi sjóðsins. Þessi lönd mynda eitt af 24 svo kölluðum kjördæmum sjóðsins.

 

Sýna allt

Fréttir AGS