Fara beint í Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 3/2011

ATH: Þessi grein er frá 22. mars 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta breyttist ekki við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 16. mars sl. Dráttarvextir breytast því ekki og verða áfram 11,25% fyrir tímabilið 1. - 30. apríl 2011.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir haldast óbreyttir fyrir tímabilið 1. – 30. apríl 2011 og verða því áfram sem hér segir;

• Vextir óverðtryggðra lána 5,25%

• Vextir verðtryggðra lána 4,7%

• Vextir af skaðabótakröfum 3,50%