Meginmál

Umsækjandi skal leggja fram umsókn í samræmi við þær kröfur sem koma fram í framseldri reglugerð (ESB) 2022/2580, sbr. reglur nr. 771/2023.

Umsóknina skal leggja fram á því sniðmáti sem er að finna í viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/2581, sbr. reglur nr. 771/2023. Umsækjandi skal enn fremur veita upplýsingar með því að svara spurningalista í þjónustugátt um stjórnarmenn sína og framkvæmdastjóra, sbr. einnig 6. töflu fyrrnefnds viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/2581.