logo-for-printing

05. nóvember 2013

Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða í september 2013

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.583 ma.kr. í lok september 2013 og hafði hækkað um 41 ma. kr. eða 1,6% frá lokum ágúst. Þar af var eign samtryggingarsjóða 2.325 ma.kr. en eign séreignardeilda 257 ma.kr. Innlend verðbréfaeign jókst um rúma 19 ma.kr. og var tæpir 1.858 ma.kr. í lok mánaðar.

Mesta aukningin var í íbúðabréfum en þau jukust um 7 ma.kr. og í ríkisskuldabréfum sem jukust um rúma 4 ma.kr. Erlend verðbréfaeign hækkaði um 26 ma.kr. eða tæp 5% og var 586 ma.kr. í lok mánaðarins. Stafar það fyrst og fremst af hækkun erlendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða sem alls hækkuðu um rúma 27 ma. kr.

Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.

 

Til baka