04. mars 2014
Fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis
Á morgun, miðvikudaginn 5. mars, verður haldinn opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2013.Á fundinn, sem hefst kl. 9:30, mæta fyrir hönd peningastefnunefndar Seðlabankans þau Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Katrín Ólafsdóttir meðlimur í peningastefnunefnd.
Þetta verður 8. fundur peningastefnunefndar með þingnefndum Alþingis frá ársbyrjun 2010. Flestir fundanna hafa verið aðgengilegir í beinni útsendingu á vef Alþingis. Upplýsingar um fyrri fundi peningastefnunefndar með þingnefndum Alþingis eru hér:
Fundir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands með þingnefndum Alþingis.