03. desember 2014
Málstofa um kosti lífeyrissjóðanna; um áhættudreifingu eða einangrun
Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, á morgun,fimmtudaginn 4. desember klukkan 15:00.Á málstofunni munu dr. Ásgeir Jónsson og dr. Hersir Sigurgeirsson, dósentar við Háskóla Íslands, fjalla um efnið út frá nýútkominni bók sinni: Áhættudreifing eða einangrun? – Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga.