Seðlabanki Íslands varar við svikapóstum sem sendir hafa verið nýverið þar sem m.a. kemur fram nafn Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn á enga aðild að þessum tilkynningum sem sagðar eru sendar í nafni kortafyrirtækja. Augljóst er að um svindl er að ræða, samanber tilkynningar frá kortafyrirtækjum, og er fólk því varað við því að bregðast við póstunum.