logo-for-printing

11. desember 2019

Yfirlýsing peningastefnunefndar 11. desember 2019

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%.

Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var hagvöxtur 0,2% á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er aðeins meiri vöxtur en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í nóvember en í meginatriðum hefur efnahagsþróunin það sem af er ári verið í samræmi við nóvemberspá bankans.

Verðbólga mældist 2,7% í nóvember og hefur, eins og undirliggjandi verðbólga, hjaðnað milli mánaða. Verðbólguhorfur hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar og verðbólguvæntingar eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því lítið breyst milli funda.

Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.

Vextir 11. desember 2019

 

Nr. 25/2019
11. desember 2019


Til baka