logo-for-printing

21. maí 2021

Samkomulag um sátt vegna brota Stoða hf. á ákvæðum laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, og laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 3. maí 2021 gerðu Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) og Stoðir hf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt, að fjárhæð 3.700.000 kr., vegna brota félagsins á ákvæðum 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Í samkomulaginu kemur m.a. fram að í marsbyrjun 2020 hafi Stoðir hf. aukið við hlut sinn í TM hf. og þar með eignast virkan eignarhlut í vátryggingafélaginu og þremur eftirlitsskyldum dótturfélögum þess, Lykli fjármögnun hf., Íslenskri endurtryggingu hf. og TM líftryggingum hf., án þess að tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín.

Sjá nánar: Samkomulag um að ljúka máli með sátt.
Til baka