logo-for-printing

03. nóvember 2021

Yfirmaður nýsköpunarmiðstöðvar norrænna seðlabanka og Alþjóðagreiðslubankans

Bygging Seðlabanka Íslands

Beju Shah hefur verið ráðinn yfirmaður nýsköpunarmiðstöðvar norrænna seðlabanka og Alþjóðagreiðslubankans. Nýsköpunarmiðstöðin var opnuð í sumar í Stokkhólmi í samstarfi seðlabanka Danmerkur, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Alþjóðagreiðslubankans. Beju Shah var um árabil sérstakur ráðgjafi hjá Englandsbanka við innleiðingu stafrænna lausna. Alþjóðagreiðslubankinn tilkynnti einnig í dag um nýja yfirmenn í hliðstæðum nýsköpunarmiðstöðvum í Lundúnum og Toronto.

Sjá hér nánari upplýsingar um efni þessarar fréttar:
- Tilkynning frá BIS í dag, 3. nóvember 2021, um yfirmenn nýsköpunarmiðstöðva.
- Frétt Seðlabanka Íslands frá 16. júní um opnun nýsköpunarmiðstöðvar


Til baka