logo-for-printing

16. júní 2022

Nýjar reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana . Um er að ræða reglur sem koma í stað reglna nr. 499/2021, um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana, rafeyrisfyrirtækja, rekstraraðila sérhæfðra sjóða og rekstrarfélaga verðbréfasjóða og reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga.

Í reglunum er sú nýjung að eftirlitsskyldir aðilar skulu senda Seðlabanka Íslands fyrir 1. mars ár hvert upplýsingar um mótteknar kvartanir, m.a. um fjölda kvartana og tölfræði sem tekin hefur verið saman um þær, meðhöndlun þeirra og upplýsingar um framkvæmd innra eftirlits með framfylgd stefnu um meðhöndlun kvartana. Að öðru leyti er ekki um að ræða efnislegar breytingar á reglunum en gildissvið þeirra er víkkað út og þær ná einnig til rekstrarfélaga verðbréfasjóða, vátryggingafélaga og dreifingaraðila vátrygginga.

Seðlabanki Íslands hefur sent dreifibréf til aðila sem falla undir reglurnar samkvæmt 1. gr. þeirra og vakið athygli á gildistöku þeirra. Þeir og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni reglnanna.

Reglurnar í enskri þýðingu er að finna á vef bankans


Til baka