12. janúar 2024
Brot Almenna lífeyrissjóðsins gegn ákvæðum laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
Hinn 22. ágúst 2023 barst tilkynning frá Almenna lífeyrissjóðnum til fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að tiltekinn ríkisskuldabréfasjóður í Húsnæðissafni lífeyrissjóðsins hafi farið 0,3 prósentustig yfir lögbundin 10% mörk um hámark fjármálagerninga í sama útgefanda, sbr. 1. mgr. 36. gr. c. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þetta leiddi til þess að umrædd fjárfesting fór umfram lögbundin mörk á tilteknu tímabili.Sjá nánar: Brot Almenna lífeyrissjóðsins gegn 1. mgr. 36. gr. c laga nr. 129/1997