logo-for-printing

22. febrúar 2024

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 22. febrúar 2024

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara
Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara

Í ljósi sérstakra aðstæðna sem blasa við í Grindavík hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Hámark greiðslubyrðar verði 40% af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85% fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði.

Það er mat nefndarinnar að undanþágan sé ekki til þess fallin að hafa teljandi áhrif á viðnámsþrótt lánveitenda og muni því ekki hafa marktæk áhrif á fjármálastöðugleika.

 

Frétt nr. 3/2024
22. febrúar 2024


Til baka